Viðskeytið -ynja finnst mér vel koma til greina til þess draga það fram að viðkomandi starfi gegni kona. Aðalsnafnbótina keisaraynja þekkjum við vel og einnig orðið ljónynja yfir kvendýr ljóna. Viðskeytið -stýra er einnig vel þekkt og alltof lítið notað, maður heyrir því miður ekki lengur orðið skólastýra. Bílstýra, flugstýra og skipstýra eru ágætis orð. Væri ekki ráðynja ágætt starfsheiti fyrir "ráðherra" sem er kona. Fjármálaráðynja, menntamálaráðynja, umhverfisráðynja etc. Forsætisráðherra sem væri kona yrði að sjálfsögðu fosætisráðynja. Pólitískir andstæðingar gætu svo kallað hana forynju ef þeir vildu uppnefna hana og einnig aðrir sem væri uppsigað við hana.
Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 20.11.2007 | 21:18 (breytt kl. 21:32) | Facebook
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Brilljant hugmynd ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 20.11.2007 kl. 21:24
Það getur verið erfitt að gera fólki til geðs með starfsheitum. Og í því sambandi minni ég á gamla starfsheitið fóstra, sem fóstrur samþykktu á sínum tíma að breyta í leikskólakennari. Starfsheitið leikskólakennari er karlkynsorð! Þetta er afskaplega léleg starfheitabreyting hjá fóstrunum. Fóstra og fóstri eru gömul og góð íslensk orð og vil ég meina að orðið fóstra og fóstri þýði aðili sem sinnir bæði andlegum og líkamlegum þörfum barna ásamt uppeldi á faglegum nótum. Starfheitið leikskólakennari er í mínum huga jafn aulalegt og starfheitið ráðherra fyrir konur.
Rodor, 20.11.2007 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.